Tenglar

25. júní 2010 |

Ólafur Helgi eðluna drap

RÚV / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
RÚV / Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Um eins metra löng eðla fannst í garði á Selfossi um Jónsmessuna 2010. Lögreglan kom á staðinn og handsamaði eðluna. Hún var vistuð á lögreglustöðinni til næsta dags en síðan svæfð. Varðstjóri hjá lögreglunni sagðist hafa aldrei á ævi sinni hafa séð svona stóra eðlu og útkallið sé með þeim óvenjulegustu sem lögreglan í Árnessýslu hefur sinnt. Þegar sýndar voru í Sjónvarpi myndir af eðlunni hjá lögreglunni sást sýslumanninum Ólafi Helga Kjartanssyni bregða fyrir í bakgrunni.

 

Af þessu tilefni kvað Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum:

 

        Á Jónsmessu valdhafa versnaði skap.

        Með vísan til Haraldar lúfu

        Ólafur Helgi eðluna drap,

        því andstyggð er skuggi á húfu.

 

Atburðadagatal

« Jl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31