Tenglar

28. janúar 2011 |

Stjórnlagadómurinn

Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum.
Jón Atli Játvarðarson á Reykhólum.

          Fortíðin höktir nú hlaupa- með sting,

          hana við tekin er glíma.

          Veltu steini á stjórnlagaþing

          staðgenglar horfinna tíma.

 

          Leiðin er bugðótt og brekka við fót,

          en bjarmi af rísandi degi.

          Við þekkjum best sjálf, ef í götunni er grjót,

          því gott er að ryðja úr vegi.

 

          Hollvinir framtíðar hrasa við fót.

          Horfinn er vegurinn slétti.

          Þurfa að slást við það grotnaða grjót,

          sem glamrar nú Hæsta- í rétti.

 

          Upphefst af klúðrinu allsherjarraus

          með undirliggjandi veini.

          Stjórnlagadómurinn datt í vorn haus,

          sem dropi úr holuðum steini.

 

          - Jón Atli Játvarðarson frá Miðjanesi.

 

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31