Tenglar

miðvikudagur 2. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson

Er ekki kominn tími til að græða svolítið meira?

Eltingaleikur við skógarkerfil rétt hjá Grundaránni
Eltingaleikur við skógarkerfil rétt hjá Grundaránni

Nú þegar gróðurinn er í fullum blóma er svo auðsætt hvað hann auðgar líf okkar með allri grænkunni, blómlitum, gljáa, silfurlitri loðnu, lykt og formum. Það fæst aldrei nóg af skjóli og grænku. Ég ætla að halda áfram að stinga niður birki og stiklingum af ýmsu fallegu.


Á leið úr vinnunni um daginn var mér þó brugðið. Það eru ekki aðeins óþarflega mörg njólastóð í kringum byggðina, ég fann skógarkerfil í vegkantinum (sjá mynd). Þessi yfirgangsplanta hefur fylgt þétt á eftir lúpínubreiðunum upp eftir Esju til dæmis. Ég hef líka séð skógarkerfil breiðast hratt út í Elliðaárdal og við Skóga og aðrar plöntur komast ekki á legg. Þess vegna reyni ég að bregðast við og uppræta þessa ágengu plöntu þar sem hún þarf ekki að vera. Ég þekki vel hvað lúpína getur verið hjálpleg en ágeng í landgræðslu og hef sjálf reynt að nýta aðrar tegundir í sama tilgangi í ræktun. Smári er fínn til að auðga túnbletti, fuglaertur þrífast best í sandi, umfeðmingur er ágætur í þéttum flögum og gömlum túnum, rauðsmári er góður í grænmetisgarðinn. Engin þessara tegunda kæfa annan gróður en glæða jarðveginn af köfnunarefni. Þarfir þjónar enda af ertublómaætt. – Ef þið þekkið þær ekki þá er alltaf hægt að leita á www.floraislands.is


Njóli mun hafa verið fluttur inn með landnámsmönum. Njólablöð voru notuð á svipaðan hátt og við notum spínat nú, í stöppu, í jafninga og sem hrámeti. Ég man eftir því að hafa fengið njólajafning með grjúpáni sem barn á Ferjubakka. Njólablöð gefa góðan keim emð öðru í salati. Eins er með arfa, fíflablöð og hundasúrur. Allt miklir vítamingjafar. Njóli er þeirri náttúru gæddur að geta brotist í gegnum hörð jarðlög og komast þannig í fjölbreyttari steinefni neðar en aðrar plöntur. Þess vegna þrífst hann víða og sáir sér hratt. Aðrar plöntur geta síðar leitað með rótum niður eftir þessum glufum.


Almenningsálitið er ekki hliðhollt njóla enda getur hann yfirtekið nær hvaða gróðurlendi og garðrækt sem er. Ég reyni að skera hann áður en fræ þroskast og kem í veg fyrir að fræin berist út út. Best finnst mér að þurrka hann í keri og brenna hann síðar um haust og fræin með. 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31