Tenglar

miðvikudagur 2. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson

Fíni rafmagnsbíllinn minn hefur líka galla

Upplýsingar á skjá
Upplýsingar á skjá
1 af 2

Ég keypti mér blendingsbíl. Þetta er fallegur Volvo (V60) sem keyrir á rafmagni og dísli. Hann nefnist Maríulaxinn því þetta er fyrsti bíllinn sem ég kaupi og er svo gott sem nýr. Ég vildi einmitt svona bíl sem notar rafmagn innanbæjar og er að öðru leyti afar sparneytinn (notar hann 3,7-4.6 L/100km og innanbæjar 0). Tölva stýrir því hvernig rafgeymirinn og vélin skipta með sér verkum og það er unun að ferðast á svona kraftmiklum og mjúkum bíl. Auðvitað eru nútímagræjur í honum, stýrishitari og kortaleiðsögn, tenging við i-pod osfrv. Ég get hringt með því að tala við bílinn og hann sýnir nákvæmlega hvernig orkunotkuninni er háttað.  Handbók bílsins þurfti ég að prenta út af netinu og það er mikið lesefni. Ég er koimn á bls 132.


EEEEN ég hef líka orðið hissa

Ég var í Kringlunni á tannlæknaslóðum og ætlaði að tengja bílinn minn við hleðslustöð á meðan. En viti menn, tenglar á hleðslustöðinni passa ekki í innstak bílsins. Hann passar ekki í neina hraðhleðslustöð á öllu landinu. Þær eru nefnilega aðeins fyrir hreina rafgeymabíla. En búandi á Reykhólum þori ég ekki að fara á hreinan rafbíl þar til vetnið kemur inn.

Vissu allir nema ég að ekki er hægt að tengja blendingsbíla við núverandi rafhelsðlustöðvar fyrir almenning?. Ef ég er að heiman þarf ég sem sagt alltaf að biðja um leyfi til að fá að setja í samband við t.d. þvottahúsinnstungunahjá húsráðendum. Spæling.

 

Er þetta bara sumarbíll?

Nú er kominn ágúst. Það hefur kólnað hérna fyrir vestan og hitinn á morgnana er um 7°C. Svolítið of snemmt. Ég get klætt mig betur, en bílnum kólanar með sérstökum hætti. Upplýsingar frá honum breyttust í: Nú er blandaður akstur ekki tiltækur. Ha?

Ég hef reyndi að stilla eitthvað en sé að einungis dísilvélin er að vinna. Rafgeymirinn er ekki hafður með og ekkert gengur á hleðsluna. Þessu átti ég ekki von á.

Í handbók bílsins las ég síðan að blöndun orkugjafa í akstri er háður hitastigi. Vinnsla rafgeymisins er auðvitað háð hitastigi og ég skil ef dregur af honum í frosti til að mynda.. Bíllinn stendur í upphituðum bílskúr á nóttinni og samt er þetta melidingin strax í upphafi ferðar.. Í umhverfiskulda virkar kerfið ekki.  Og núna, af fenginni reynslu sýnist mér að rafgeymirinn og blendingskerfið nýtist ekki ef hitastigið fer niður fyrir 10°C, sem er meðalsumarhitastig á Íslandi. Og þar með ek ég eingöngu á dísli, sama hve ferðalagið er stutt. Sumir eiga frúarbíl, aðrir eiga sumarbíl.

 

Mér sýnist að ég þurfi að lesa alla handbókiina, til dæmis um stillingar á forhitun vélarinnar og vonandi finn ég út úr þessu vandamáli því ætlunin var að spara eldsneyti til að setja upp í kaupverð bílsins. 

 


Athugasemdir

Maria Maack, rijudagur 15 ma kl: 11:26

Sæl öll aftur,
nú hef ég notað þennan bláa Volvo í heilt sumar og heilan vetur. Hann hefur gengið eins og klukka og er miklu betri í snjó-þæfingi en ég átti von á. Rafgeymirinn kemur inn í öllum akstri þegar vélin hefur hitnað örlítið. Þetta er góður vetrarbíll. Blandaður akstur allan ársins hring, þannig að eldsneytisnotkun mín var í vetur 5.2 l/100km jafnvel þótt ég færi reglulega til Reykjavíkur og Ísafjarðar og aðeins 50km er hægt að keyra á hreinu rafmagni.Yfir sumarið komst hann niður í 4.1 l/km. Þegar bíllinn rennur niður Þörskulda og Bröttubrekku hleðst inn rafmagn fyrir 5-7 km akstur. Ég mæli algjörlega með þessari tækni og bendi á að það er ekki bara Volvo sem framleiðir svona PHEV (plug in hybrid electric vehicle). En fæstir eru gerðir sem fjallabílar því þeir þurfa að vera á prófíldekkjum ef rafmagn á að hlaðast inn á niðurleið. Dynamóinn er nefnilega innan við felgurnar. - En svo er líka alltaf hægt að hjóla.

Ágúst, fimmtudagur 20 jl kl: 11:17

Að geta notað rafmagn fyrir 50km ferðalag er alveg ótrúlegt. Ég hef verið að pæla í að kaupa PHEV, https://hlekk.is og frásagnir þínar eru mjög hjálplegar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31