fimmtudagur 6. apríl 2017 | Sveinn Ragnarsson
Nú geta þeir sem vilja tekið þátt í kolefnisbindingu
Flýtið ykkur í kolefnisbindinguna.
Nú stendur til að ljósleiðarinn verði plægður niður í nágrenninu. Allir gleðjast mikið NEMA litlu sjálfsáðu grenitrén neðan við skóglendið í Barmahlíð.
Í vegarbrúninni eru hundruðir grenitrjáa sem hentar að taka upp með rótum og gróðursetja á betri stað.
Allir sem vettlingi geta valdið ættu því að taka að sér eins og 10 tré og koma þeim í jörð svo þau geti vaxið og dafnað. Þetta eru 2-4 ára gamlar hríslur sem hafa spjarað sig hingað til.
Til að ná þeim upp þarf að hafa meðferðis stunguskóflu og fötu.
Allir í kolefnisbindinguna í hvelli.
Með rjúkandi Reykhólakveðjum,
María Maack
Verkefnastjóri hjá ATVEST
S 863 6509
Loft conversion, fstudagur 06 desember kl: 00:47
Good stuff - Loft Conversions
http://www.heromachine.com/forums/users/convertyourloft/