Tenglar

miðvikudagur 27. apríl 2016 |

Rafbíl eða bíða?

1 af 2

Langar okkur ekki öll í rafmagnsbíl? Svona hljóðlausa kerru sem skýst niður í verksmiðjur og til Hólmavíkur án þess að eyða dropa? Það eina sem þarf er góð og örugg innstunga, ýmist í bílskúrnum eða snúra út um þvottaherbergisgluggann.

 

Ég ætla ekkert að auglýsa nein merki hér, en núna hafa þessir bílar líklega náð því markaðsverði sem búast má við. Rafgeymar hafa tekið miklum framförum á undanförnum áratug, en þær munu líklega hægjast úr þessu. Það sést best á því hve margar tegundir eru komnar í sölu, litlir og meðalstórir bílar með drægi upp í og yfir 150 km. Það fer að vísu nokkuð eftir hitastigi og notkun á öðrum rafbúnaði meðan á akstri stendur. Miðlungshraði og góðakstur kemur best út. Ef kostur er á að geyma þessar eðalkerrur í volgum bílskúr, þá er ekkert því til fyrirstöðu að nota þær allan ársins hring.

 

Rafgeymarnir eru gerðir með litínsöltum. Litín (lithium) hefur fundist í miklu magni. Umhverfisáhrif þessara geyma eru hverfandi miðað við gömlu blý-sýrugeymana. Rannsóknamenn halda því þó fram að ekki taki því að endurvinna þessa nýju rafgeyma, en þeir eru svipaðir að gerð og rafhlöður í símum.

 

Það virkar best fyrir endingu geymanna að hlaða þá rólega á hverri nóttu og láta þá sjaldan tæmast alveg. Þá er líka að jafnaði miklu minna álag á rafkerfið.

 

Sú hrað-hleðslustöð sem er næst okkur á Reykhólum er líklega í Borgarnesi. Þar væri hægt að fá sér pylsu og kók og hinkra í 30 mínútur á meðan toppað er upp á rafgeyminn, sjá hér.

 

Að vísu hafa framleiðendur ekki komið sér saman um tengibúnað (,,gerð af kló“) þannig að það þarf að kanna hvað hentar í hraðhleðslustöðina. Hleðsla úr 10% í 80% um vetur tekur á að giska 45 mínútur, síðustu 20% taka næsta hálftíma. Mynd nr. 2 sýnir staðsetningar slíkra stöðva í sunnanverðum Noregi og lista af öllum hleðslustöðvagerðum.

 

En ef við pælum í verði, þá eru rafgeymarnir lang-dýrasti hluti bílsins. Þeir slappast svolítið með aldri og notkun en eiga að duga í 7 ár. Þá er lítið mál að skipta þeim út fyrir nýja.

 

Með íslensku verði á rafmagni verður kostnaðurinn mjög svipaður við að eiga rafgeymabíl og bensínbíl, nema hvað dregið er stórlega úr þeim áhrifum og kostnaði sem lendir á börnunum vegna vandræða sem skapast af breyttu loftslagi.

 

Og þið munið, að líkast til mun kólna milli Íslands og Grænlands og verða stormasamara á Íslandi þrátt fyrir meðalhlýnun.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31