Tenglar

laugardagur 9. júlí 2016 |

Þörungar – heimafengnir og hollir

Bóluþang (Fucus vesiculosus). Mynd: Vefur Hafró / Karl Gunnarsson.
Bóluþang (Fucus vesiculosus). Mynd: Vefur Hafró / Karl Gunnarsson.
1 af 2

Um allan heim er mikill uppgangur í notkun sjávarþörunga á matar­borðið. Ekki síst veisluborðið. Þeir sem aðhyllast norræna eldhúsið eru þar í fararbroddi. Þar sem margar tegundir vaxa við Breiðafjörð eru hér birtar uppskriftir að sjávarfangi sem gætu hentað okkur á Reykhólum. Ég læt latnesku heitin fylgja ef þið viljið leita að fleiri myndum á netinu.

 

Takið 300 g nýfengið bóluþang og krydd að eigin vali. Skolið þangið vel og hreinsið burtu ásætur (snigla og slíkt). Klippið þangið í bita, t.d. 3x3 cm. Dreifið kryddinu yfir og setjið á bökunarplötu og álpappír undir. Bakið í 30-40 mín við 130°C eða þar til þangið er orðið stökkt. Áfram Ísland!

 

Á mynd nr. 2 er maríusvunta. Þennan fallega þunna, skærgræna þörung er auðvelt að taka á fjöru. Hann mun víst einnig hafa verið nefndur slavak upp á írsku, og þaðan gæti heitið salat hafa verið dregið. (Man ekki hvar ég las þetta fyrst, en bækurnar um Íslenska sjávarhætti er afar ítarleg úttekt á nýtingu sjávarfangs af öllu tagi). Hann er gjarnan etinn hrár, fínt skorinn í strimla og doppaður með góðri salatolíu og ristuðum sesamfræjum.

 

Súpa með maríusvuntu

  • 5 dl vatn
  • 2 saxaðar gulrætur
  • 2 stórar maríusvuntur
  • 2 dl kjúklingabitar
  • 4 msk sojasósa
  • svartur pipar úr kvörn

Skolið svunturnar úr fersku vatni, skerið kjúklinginn og svunturnar í ferkantaða bita, látið suðuna koma upp á vatninu og setjið gulrætur, svuntur og kjúkling út í. Látið sjóða í um 5 mínútur þar til allt er orðið meyrt. Kryddið með sojasósu og pipar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31