laugardagur 31. október2015 | Ágúst Már Gröndal
Stofnfundur Unglingardeildar Heimamanna
Stofnfundur fyrir unglingadeild björgunarsveitar Heimamanna verður haldinn kl. 18:30, mánudaginn 2. nóvember í björgunarsveitarhúsinu við Suðurbraut 5. Starfið er ætlað börnum á aldrinum 13 til 18 ára og verður í umsjá Jóhönnu Aspar og Sigrúnar.
Tilgangur starfsins er að unglingarnir kynnist starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda. Þeir sækja gagnleg námskeið og fá tækifæri til að ferðast um landið og öðlast í leiðinni innsýn í hvernig ber að varast þær hættur sem íslensk náttúra býr yfir. (Tekið af vef Landsbjargar).