Tenglar

þriðjudagur 4. mars2014 | Ágúst Már Gröndal

Verðmætabjörgun á Hjallahálsi

Veðrið var með allra besta móti þegar hafist var handa við að afferma bíllinn.
Veðrið var með allra besta móti þegar hafist var handa við að afferma bíllinn.
1 af 4

Á mánudaginn fór Björgunarsveitin Heimamenn í verðmætabjörgun á Hjallahálsi, þar sem flutningabíll valt á föstudagskvöld. Tólf meðlimir tóku þátt og fór allur dagurinn í að afferma bílinn og koma varningnum fyrir í öðrum flutningabíl.

 

Bíllinn var stakkfullur af varningi á leið til Patreksfjarðar, allt frá matvöru til byggingarvara. Erfitt var að fóta sig inni í bílnum þar sem hann var fullur af snjó og málning hafði hellst niður.

 

Aftur á móti var veðrið með besta móti og gerði það að verkum að aðgerðin heppnaðist vel. Að lokum var bíllinn réttur við og mun hann verða sendur suður til Reykjavíkur í vikunni til skoðunar.

Athugasemdir

#1

Björg Karlsdóttir, rijudagur 04 mars kl: 23:13

Til hamingju með síðuna, skemmtileg viðbót við það sem fyrir er.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31