Tenglar

24. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson

-- Landbúnaðarleikarnir

Landbúnaður er ein af stærri stoðunum í Reykhólahreppi. Hér eiga allir kind og er skólaárið hjá börnunum búið upp úr miðjum maí til að krakkarnir geti komist í sauðburð. Allir mæta svo á fjöll til að ná skjátunum niður og er fólk reynslumikið á þessum sviðum. Síðan eru bændur að metast, hver er með hæstu meðalþyngdina á haustin, hæstu gerðina, hver á stærsta landið, hver er með mestu dúntekjuna og hvaða belja mjólkar mest og þar frameftir götunum. En afhverju þá ekki að keppa í alvöru hver er besti bóndinn?

Í ár verðum við með landbúnaðarleika þar sem fólk getur skorað hvert á annað í allskonar þrautir, þar sem allur aldur getur fundið sér eitthvað áhugavert, meðal keppnisgreina verður:

-Markakeppni

-Hanaslagur

-Hver er bestur í að mjólka

-Staurakast

og fleiri þrautir.

Ein af aðal þrautunum er heimalningakapphlaup þar sem heimalningar eiga að hlaupa ákveðna vegalengd til eiganda síns, sem má vera með fóðurbæti eða pela til að lokka heimalninginn til sín. Spennandi þraut sem getur farið hvernig sem er.

Mig langar að hvetja fólk til að skora hvert á annað opinberlega í hinar ýmsu þrautir! Sem dæmi: Heldur þú að þú sért góður að marka og þekkja mörkin?, ég er viss um að það finnst einhver sem er betri en þú! Skoraðu á hann!

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31