Tenglar

11. apríl 2023

Vestfjarðavíkingurinn 2023

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á þann veg að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót: VÍKINGURINN.

 

Ef þið misstuð af sýningu á Vestfjarðavíkingnum þá er hér linkur til að sjá mótið.

 https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/vestfjardavikingurinn/33799/a2akbh

 

Kjartan Þór Ragnarsson
Kjartan Þór Ragnarsson

Reykhólahreppur hefur ráðið Kjartan Þór Ragnarsson í starf leiðtoga hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi.

 

Kjartan var valinn úr hópi 11 umsækjenda.  Kjartan er með BA í lögfræði og BA í sagnfræði með heimspeki sem aukagrein og diplómu í kennslufræði til kennsluréttinda.

 

Hann starfar sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík og mun sinna því starfi til loka júlí. Þangað til verður hann í 50% starfi hjá Reykhólahreppi og kemur svo í fullt starf í byrjun ágúst.

1 af 4

Slökkviliðið á Reykhólum fékk nýlega ílát til að safna vatni. Þetta er laug eða sekkur úr sterkum nylondúk sem tekur 15.000 l.

 

Samanbrotin kemst hún í skottið á flestum bílum. Svona laug er hentug þar sem langt er í vatn frá brunastað, hægt er að ferja í hana vatn með tankbíl og dæla úr henni meðan sótt er meira.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingu í dag, þar sem laugin var prófuð og reyndist hún frekar auðveld í notkun.

 

Auglýst er staða flokkstjóra Vinnuskóla Reykhólahrepps. Í starfinu felst skipulagning og stýring vinnuhópa á aldrinum 13-17 ára sem sinna fjölbreyttum verkefnum í sveitarfélaginu. Starfið felur í sér leiðsögn, hópefli og hvatningu.

 

Vinnuskóli Reykhólahrepps heyrir undir tómstundafulltrúa og er í samstarfi við Áhaldahús Reykhólahrepps.

 

Í starfinu felast eftirfarandi verkefni:

  • Yfirumsjón með verkefnum og fræðslu til nemenda í Vinnuskóla. 

  • Mótun og skipulagning verkefna sem miða að fegrun bæjarins.

  • Virk þátttaka í hverju því starfi sem ungmennin taka sér fyrir hendur.

  • Vera starfsfólki Vinnuskólans góð fyrirmynd, hvatning og stuðningur.

  • Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum.

  • Ábyrgð á verkfærum og innkaupum á vegum Vinnuskólans í samráði við tómstundafulltrúa.

  • Skil á tímaskýrslum og umsögnum um nemendur

  • Skil á lokaskýrslu um starfið.

  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni sem tengjast umhverfi bæjarins og vinnuskóla Reykhólahrepps.

  • Starfstími er áætlaður frá byrjun júní og út ágúst eða eftir samkomulagi. Starfsstöð er í Áhaldahúsi.

 

Gerð er krafa um góða samskiptafærni og góð tengsl við fólk á öllum aldri, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og þjónustulund auk frumkvæðis og hugmyndaauðgi.

Æskilegt er að umsækjandi hafi bílpróf. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri, vera reglusamur og stundvís og með hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl. 

 

Nánari upplýsingar veitir tómstundafulltrúi Jóhanna Ösp johanna@reykholar.is.

 

 

 

 

Ný vefsíða Reykhólahrepps fer í loftið á næstu dögum.

Fólk þarf ekki að láta sér bregða þótt annað viðmót birtist þegar farið er inn á síðuna.

Nýja síðan er ekki fullkláruð, þannig að ekki verður allt aðgengilegt þar strax en núverandi síðu verður ekki lokað strax. Hún er barn síns tíma og ákveðnir hlutar hennar virka ekki lengur eins og til er ætlast, svo það var orðið tímabært að setja upp nýja vefsíðu.

 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Brynjólfur Víðir Smárason
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Brynjólfur Víðir Smárason

Verksamningur um gatnagerð við Hellisbraut á Reykhólum var undirritaður í dag.

Gengið var að tilboði Verkloka ehf. á Reykhólum. Ráðist er í þessa gatnagerð vegna þess að fyrirhuguð er bygging fjögurra íbúða raðhúss við Hellisbraut.

 

Meðfylgjandi mynd tók Ásgerður Guðbjörnsdóttir þegar Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Brynjólfur Víðir Smárason gengu frá samningunum.

 

 

 

Við eigum von á Hreinsitækni fljótlega eftir páska.

Húseigendur sem þurfa að láta hreinsa rotþróna hjá sér hafi samband við skrifstofu Reykhólahrepps á netfangið skrifstofa@reykholar.is.

Aðalfundur ungmennafélagsins Aftureldingar verður haldinn mánudaginn 3. apríl klukkan 17:00 í matsal Reykhólaskóla. 

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf. 

 

Hvetjum sem flesta til að mæta!

 

Stjórn Aftureldingar

23. mars 2023

Bogfimi fyrir fullorðna

Í boði Ungmennafélagsins eru bogfimitímar í íþróttahúsinu á mánudögum og fimmtudögum, milli kl. 19 og 21.

Sjá nánar á meðfylgjandi auglýsingu.

Sprengikvöldi Lionsklúbbsins sem auglýst var þann 24. mars, er frestað um óákveðinn tíma vegna dræmrar þátttöku.

Síða 1 af 694

Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30