Tenglar

24. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson

-- Tour De Chambre

Tour De Chambre er skandinavískur siður þar sem fólk býður heim til sín í þemapartý. Skandinavarnir gáfu þessu ákveðin elegans með því að setja franskt nafn á siðinn en  orðavalið er samt ekki rétt málfræðilega og ætti í raun að vera: Tour Des Chambres, sem þýðir skoðunarferð um vistarverurnar. En málfræðin skiptir ekki öllu í þessu, heldur er það sem skiptir máli að fólk er tilbúið að opna heimili sín og bjóða fólki heim í ákveðin þema partý.

 

Þau heimili sem verða opin á föstudaginn á milli kl. 19-21 eru:

 

Hellisbraut 28 –Sólstrandarþema (ekki veitir af í sumarkuldanum á Íslandi)

Ás- Indversk súpa

Reykjabraut 8 – útlimaþema (sjón er sögu ríkari)

Litla Grund – Eurovision þema (en ekki hvað)

 

 -enn er fólki velkomið að bætast í hópinn og taka þátt í að bjóða fólki heim, annað hvort í súpu eða þemapartý. -

 

Kíkið nú til nágrannanna og skemmtið ykkur saman.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31