Tenglar

18. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

-Takk fyrir mig, segir Ingibjörg Birna

Ingibjörg flytur ávarp á 30 ára afmæli Reykhólahrepps, 4. júlí 2017
Ingibjörg flytur ávarp á 30 ára afmæli Reykhólahrepps, 4. júlí 2017

 

Ég hef tekið þá ákvörðun og tilkynnt hana oddvita sveitarstjórnar, að ég gef ekki kost á mér til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri Reykhólahrepps. 

Það var fyrir tæpum 8 árum að Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli, þá nýkjörinn sveitarstjórnarmaður hringdi í mig, eina af umsækjendum um starf sveitarstjóra Reykhólahrepps, og tjáði mér að ég yrði ráðin ef ég vildi starfið.  Það var stór dagur í mínu lífi, ég man ennþá hvar ég stóð í húsinu mínu í Hvalfjarðarsveit og U-beygjan var tekin í lífinu.  Síðan þá hefur tíminn liðið sem á ógnarhraða og allt í einu eru ungu börnin sem ég kom með með mér orðin að ungu fólki og gráu hárin löngu búin að taka yfirhöndina. 


Ég hef öðlast lífsreynslu sem ég hefði ekki viljað missa af og verður ekki frá mér tekin.  En fyrst og fremst kynntist ég fólkinu í Reykhólasveit, sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir.  Duglegt og sjálfstætt fólk sem skapar sinn eigin grundvöll til þess að geta byggt landið okkar.

Margt hefur gerst á þessum átta árum. Og þegar ég fer yfir það, þá er það eiginlega alveg ótrúlega mikið sem hefur verið áorkað, og hafa sveitarstjórnarmenn og samstarfsfólk mitt verið opið fyrir því að koma sem flestum verkefnum í framkvæmd og hafa hag sveitarfélagsins að leiðarljósi. Ég þakka það, því það er alls ekki sjálfsagt. Hér hafa allir unnið sem einn og við búum við það, að hjá okkur starfar opið og fúst starfsfólk, sem vill og hefur metnað til að gera betur í dag, en í gær og þykir óendanlega vænt um sveitarfélagið sitt.  Og má fólk vera stolt af sveitarfélaginu okkar.

 

Ég vil þakka öllum íbúum Reykhólahrepps fyrir góða viðmótið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin.  Einnig þakka ég öllu samstarfsfólki nær og fjær frábært samstarf og viðkynningu í gegnum árin.

Ég er ekki alveg hætt störfum, ég mun starfa eitthvað fram eftir sumri.

Ingibjörg B Erlingsdóttir.

 

 

  

Athugasemdir

Jóhanna Ösp, mnudagur 18 jn kl: 20:57

þú hefur staðið þig með prýði! Mun sakna þín úr þessu starfi :)

Salbjörg Engilbertsdóttir, mnudagur 18 jn kl: 21:07

Bestu þakkir fyrir gott samstarf milli sveita. Gangi þér vel í framhaldinu

Björk Stefánsdóttir, mnudagur 18 jn kl: 21:58

Elsku Ingibjörg, takk fyrir samstarfið á skrifstofunni, þú hefur kennt mér helling, og mörg heilræði.
Takk fyrir frábært starf fyrir Reykhólahrepp.

Torfi Sigurjónsson, mnudagur 18 jn kl: 22:12

Takk fyrir samstarfið elsku Ingibjörg, flottur pistill hér að ofan en það mikilvægasta gleymist, það ómetanlega starf sem þú hefur unnið fyrir sveitafélagið síðansliðin 8 ár.

Ásta Sjöfn, mnudagur 18 jn kl: 22:33

Kæra Inga Birna! Bestu þakkir fyrir frábært samstarf og vinskap á síðastliðnum 8 árum. Þín verður saknað. Kv. Ásta Sjöfn

Gunnar í Eyjólfshúsi, Flatey, rijudagur 19 jn kl: 08:36

Takk fyrir samstarfið í gegnum árin. Þótt langt sé til Reykhóla frá Flatey land- og sjóleiðina þá hefur bæði verið auðvelt og fljótlegt að leita til þín í hinum rafrænu heimum. Menn eru ekki alltaf sammála en með rökum og vilja er komist að ásættanlegri niðurstöðu. Takk fyrir heimsóknirnar í Flatey, viðkynningu og góðu verkin fyrir Flatey.
Flateyjarkveðjur, Gunnar í Eyjólfshúsi

Svavar Gestsson, rijudagur 19 jn kl: 08:46

Þakka þér sömuleiðis Ingibjörg fyrir notaleg og traust samskipti við okkur í Hólaseli.

Andrea K Jónsdóttir, rijudagur 19 jn kl: 15:11

Bestu þakkir fyrir frábært samstarf. Það var líka gaman að komast að sameiginlegum uppruna okkar þótt við höfum ekki kynnst fyrr en fjall skyldi okkur að í stað götunnar 😊 Gangi þér allt í haginn 😊

Maria Maack, rijudagur 26 jn kl: 14:00

Kærar þakkir Inga Birna fyrir störf unnin af mikilli samviskusemi og vandvirkni. Já og hvatningarorð dagsins! Ég vona innilega að þið farið ekki langt svo að sveitungar muni áfram njóta krafta fjölskyldunnar.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31