Tenglar

24. maí 2009 |

105 ára - vann í Reykhólasveitinni á unglingsárum

Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er elst allra núlifandi Íslendinga.
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er elst allra núlifandi Íslendinga.

Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 105 ára í dag. Hún fæddist í Asparvík í Strandasýslu 24. maí 1904, yngst ellefu systkina, átta alsystkina og þriggja hálfsystkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur systkinanna náðu háum aldri - Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir fermingu og fram eftir unglingsárum var Torfhildur í vinnumennsku í Reykhólasveit en flutti svo til Ísafjarðar og giftist Einari Jóelssyni sjómanni.

Einar lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi, Torfi 59 ára, Sigurbjörn 67 ára og Kristín 76 ára. Ekki er vitað um neina íbúa Vestfjarðakjálkans sem náð hafa hærri aldri en Torfhildur.

Þetta kemur fram á vefnum  langlifi.net - meira þar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30