Tenglar

11. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

14 km. af háspennustrengjum tengdir núna

Trén mun hærri en línan
Trén mun hærri en línan
1 af 5

Núna, 10. jan. var tengdur nýr háspennustrengur Orkubús Vestfjarða á Barmahlíðinni. Hann leysir af hólmi loftlínu sem var lögð 1963, en endurbyggð 1975 til að mæta orkuþörf Þörungaverksmiðjunnar. Línan liggur gegnum skóginn á Barmahlíðinni, sem hefur ekki verið mjög hávaxinn á 7. áratug síðustu aldar, en er nú vaxinn upp fyrir línuna á köflum. Viðhald á raflínum tengist oftast skemmdum af ísingu og óveðri, en þarna þurftu Orkubúsmenn að stunda skógarhögg!

 

Með þessari tengingu er öll línan frá aðveitustöðinni í Geiradal að Reykhólum komin í jörð, að undanskildri örstuttri loftlínu yfir Bæjará, en þar er illgerlegt að leggja jarðstreng því áin er í dálitlu gljúfri. Jarðstrengur er svo frá Reykhólum út að Árbæ.

 

Samvinna var hjá Orkubúi Vestfjarða og Reykhólahreppi um lagningu jarðstrengja, rafstrengs og ljósleiðara. Háspennustrengurinn á  Barmahlíðinni sem lagður var núna er tæplega 9,5 km. Einnig var lagður strengur frá Króksfjarðarnesi að Garpsdal, 4,5 km. þannig að alls 14 km. voru lagðir, auk heimtauga. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður fast að 50 millj.

Ef marka má nýjustu niðurstöður rannsókna, ætti raforkuöryggi notenda á Reykhólum og í Gilsfirði að tífaldast við þessa strengi.

 

 

 

 

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30