14. júní 2021 | Sveinn Ragnarsson
17. júní í Bjarkalundi
Hátíðahöld verða í Bjarkalundi fimmtudaginn 17. júní.
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði og hefst kl. 14.
- skrúðganga
- ávarp fjallkonu
- blöðrur og sælgæti til sölu
- andlitsmálun fyrir börnin
- leikir fyrir börn og fullorðna - hoppukastalar
- glæsilegt kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar
Kaffihlaðborðið kostar kr. 2000.- og kr. 1000.- fyrir 12 ára og yngri.
Allir hjartanlega velkomnir.
Bjarkalundur og Kvenfélagið Katla