28. desember 2017 | Sveinn Ragnarsson
17 sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu
Sautján umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra nýstofnaðrar Vestfjarðastofu. Umsóknarfrestur rann út 18. desember. Þrír drógu umsóknir sínar til baka. Vestfjarðastofa var stofnuð 1. desember. Hún á að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífinu, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.