Tenglar

5. apríl 2009 |

1800 sveitabýli vantar háhraðanettengingu

Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að háhraðanettengingu dreifbýlla sveita ljúki innan 18 mánaða eða jafnvel fyrr. Sturla Böðvarsson átelur eftirmann sinn harðlega fyrir seinagang og segir að verkinu hefði mátt ljúka í fyrra. Þegar Síminn var seldur voru tveir og hálfur milljarður króna teknir til hliðar í því skyni að fjármagna háhraðatengingu þeirra svæða sem símafyrirtækin treystu sér ekki til að tengja á markaðslegum forsendum.

 

Kristján segir að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að þannig þyrfti að tengja 250 bæi en þegar á leið hafi komið í ljós að bæirnir væru 1800. Samt dugi Símapeningarnir fyrir verkinu.

Að loknu útboði var samið við Símann um þetta verk.

 

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, segir óskýrða töf hafa orðið á þessu verki. Hann hafi engin svör fengið við því hvað hafi valdið.

 

Frá þessu var greint í Ríkisútvarpinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31