Tenglar

25. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

1. framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu ráðinn

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir

Nýverið var ráðið í stöðu framkvæmdastjóra nýstofnaðrar Vestfjarðastofu, og var Sigríður Ó. Kristjánsdóttir ráðin.

 

Hún var um árabil verkefnastjóri við starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði. Þar voru hennar sérsvið;

ferðaþjónusta, fyrirtækja- og hugmyndaþróun, handleiðsla, harkaðsmál, nýsköpun og frumkvöðlar, viðskiptaáætlanir og þróunarverkefni, eins og kemur fram á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar.

 

Stofnfundur Vesfjarðastofu var 1. des. s.l. á Ísafirði og tekur hún við hlutverki og verkefnum Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélagsins ásamt fleiru.


Ástæða þessara breytinga var fyrst og fremst að það vantaði orðið tilfinnanlega samræmt rekstrarform til að halda utan um þessa starfsemi og mæta verkefnum og kröfum sem sífellt breytast. 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31