Tenglar

25. febrúar 2015 |

21. Strandagangan á laugardag

Frá ræsingunni fyrir tveimur árum. Ljósm. Jón Halldórsson, Hólmavík.
Frá ræsingunni fyrir tveimur árum. Ljósm. Jón Halldórsson, Hólmavík.

Strandagangan 2015 verður haldin í Selárdal við Steingrímsfjörð á laugardaginn. Hún er hluti af Íslandsgöngunni, mótaröð sem haldin er á sex stöðum víðs vegar um landið. Keppt er í fjórum vegalengdum eða 1 km, 5 km, 10 km og 20 km, og eru rástímar kl. 12.30 og 13. Stysta gangan er eingöngu fyrir 10 ára og yngri. Keppendum er boðið að hlýja sér í heitum pottum á Hólmavík að keppni lokinni. Að því búnu fer fram verðlaunaafhending í Félagsheimilinu þar sem einnig verða framreiddar glæsilegar kaffiveitingar.

 

Loks verður skíðaleikjadagur í Selárdal á sunnudag, þangað sem öll börn eru boðin velkomin án endurgjalds.

 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu göngunnar, Facebooksíðu hennar (Skíðafélag Strandamanna Hólmavík) og vef Strandabyggðar.

 

Gangan í ár er 21. Strandagangan. Af því tilefni fá allir þátttakendur vegleg þátttökuverðlaun. Fyrsta Strandagangan var haldin á Hólmavík snjóaveturinn 1995.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30