10. júní 2009 |
300 tonn af malarefni til vegarbóta í Flatey
Þessa dagana er unnið að endurbótum á veginum frá bryggjunni og inn í þorpið í Flatey. Til verksins fékk Reykhólahreppur fjárveitingu frá Vegagerðinni samkvæmt heimild í vegalögum. Samið var við BB & syni ehf. í Stykkishólmi um kaup á malarefni, Sæferðir fóru fyrir tveimur dögum aukaferð með efnið út í eyju og verktakinn sem hefur annast viðgerð á bryggjunni í Flatey sér um að koma þessum 300 tonnum af möl í hinn viðhaldsþurfandi veg. Framfarafélag Flateyjar lagði sveitarfélaginu gott lið með því að annast umsjón með verkinu.
Ástandið á veginum var orðið með versta móti enda hafði honum ekki verið gert til góða að nokkru marki frá því að hann var upphaflega lagður. Gert er ráð fyrir því að verkinu ljúki núna um helgina.
Ástandið á veginum var orðið með versta móti enda hafði honum ekki verið gert til góða að nokkru marki frá því að hann var upphaflega lagður. Gert er ráð fyrir því að verkinu ljúki núna um helgina.