28. nóvember 2010 |
36,77% kosningaþátttaka
Þátttaka í kosningunum til stjórnlagaþings var 36,77%. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, segir orðið ljóst að ekki verði hægt að ljúka talningu fyrr en á morgun. 36,77% þátttaka þýðir að rúmlega 85 þúsund manns kusu í kosningunum. Þetta er minnsta þátttaka í almennum kosningum hérlendis í áratugi. Kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í fyrravetur var um 60%.
Ástráður sagði að vegna minni kosningaþátttöku hefðu menn velt fyrir sér hvort hægt yrði að ljúka talningu í dag og birta tölur í kvöld, en nú sé ljóst að það muni ekki takast. Hann segir að engin vandamál hafi komið upp við talninguna, en hún sé tímafrek.
Þetta kemur fram á mbl.is.