Tenglar

5. júní 2012 |

40 ár frá opnun bankaútibús í Króksfjarðarnesi

Króksfjarðarnes: Þarna voru kaupfélag (KKK), banki og póstur í góðu sambýli um árabil. Svo hverful er heimsins dýrð.
Króksfjarðarnes: Þarna voru kaupfélag (KKK), banki og póstur í góðu sambýli um árabil. Svo hverful er heimsins dýrð.
1 af 2

Í dag eru 40 ár liðin frá því að bankaútibú var opnað í Króksfjarðarnesi. Upphaflega og lengi framan af var þar útibú Samvinnubankans en síðan var útibúið í höndum nokkurra bankastofnana hverrar fram af annarri. Halldór D. Gunnarsson (öllu betur þekktur í héraðinu og víðar sem Venni) var útibússtjóri í Nesi frá upphafi og til ársloka 2006 þegar hann var kominn á aldur, eins og kallað er. Starfstími hans í forsvari fyrir bankann í Nesi var þannig þriðjungur aldar og þremur mánuðum betur.

 

Sóley Vilhjálmsdóttir á einnig langan starfsferil að baki í bankaútibúinu í Króksfjarðarnesi. Og þó að þar sé nú búið að loka, fáeinum dögum fyrir fertugsafmælið, er hún enn bankastarfsmaður í héraðinu. Sóley byrjaði í Nesi 1981 nálægt miðjum Samvinnubankatímanum eða fyrir meira en 30 árum en vann þar óslitið frá 1987 eða í 25 ár.

 

Í tilefni þeirra tíðinda sem nú hafa orðið fer ekki hjá því að margir hugsa með þakklæti og virðingu til bankans í Nesi og þeirrar einstöku ljúfmennsku og lipurmennsku sem þar ríkti alla tíð.

 

Ef til vill hafa einhverjir búist við kaffi og kexi í boði bankans í tilefni fjörutíu ára afmælisins í Nesi.

 

Af því verður ekki.

 

Athugasemdir

Ingi B Jónasson, mivikudagur 06 jn kl: 14:18

það er dálítið skrítið að Landsbankinn sem á að vera banki allra landsmanna skuli loka á suma .það er eitthvað að þessu þjóðfélagi okkar í dag ,þegar ég var ingri hefði þetta ekki verið hugsanlegt .

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30