Tenglar

20. október 2012 |

50% kjörsókn í Reykhólahreppi

Af 210 manns sem voru á kjörskrá í Reykhólahreppi í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs greiddu 105 manns atkvæði eða 50%. Á kjörskrá voru 105 konur og 105 karlar. Á kjörfundi á Reykhólum í dag kusu 94 en utankjörfundaratkvæði voru 10. Einn kjósandi á kjörskrá í Reykhólahreppi afsalaði sér atkvæðisrétti í kjördeildinni á Reykhólum og greiddi atkvæði annars staðar eins og lög heimila.

 

Að sögn Áslaugar B. Guttormsdóttur, formanns kjörstjórnar, var kjörsókn nokkuð jöfn allan daginn. Kjörfundur hófst á Reykhólum kl. 9 og stóð til kl. 18.

   

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31