20. október 2012 |
50% kjörsókn í Reykhólahreppi
Af 210 manns sem voru á kjörskrá í Reykhólahreppi í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs greiddu 105 manns atkvæði eða 50%. Á kjörskrá voru 105 konur og 105 karlar. Á kjörfundi á Reykhólum í dag kusu 94 en utankjörfundaratkvæði voru 10. Einn kjósandi á kjörskrá í Reykhólahreppi afsalaði sér atkvæðisrétti í kjördeildinni á Reykhólum og greiddi atkvæði annars staðar eins og lög heimila.
Að sögn Áslaugar B. Guttormsdóttur, formanns kjörstjórnar, var kjörsókn nokkuð jöfn allan daginn. Kjörfundur hófst á Reykhólum kl. 9 og stóð til kl. 18.