Tenglar

5. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

50 milljónir í veg um Gufudalssveit á næsta ári?

Leiðirnar sem hafa verið teiknaðar án þess að niðurstaða hafi fengist.
Leiðirnar sem hafa verið teiknaðar án þess að niðurstaða hafi fengist.
1 af 2

Í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016, sem lögð var fram á Alþingi í vikunni, er gert ráð fyrir alls 750 milljónum króna til Vestfjarðavegar 60 í Reykhólahreppi á næstu tveimur árum. Árið 2015 er gert ráð fyrir annars vegar 400 milljónum til að ljúka framkvæmdum í Múlasveit (kaflinn Eiði-Kjálkafjörður) og hins vegar 50 milljónum til vegar um Gufudalssveit. Árið eftir eða 2016 er gert ráð fyrir 300 milljónum til vegar um Gufudalssveit.

 

Val leiðar um Gufudalssveit, sem myndi leysa af hólmi vegina illræmdu um Hjallaháls og Ódrjúgsháls (Hálsaleiðina), hefur þvælst milli stofnana og embætta og dómstóla í fjölda ára, auk þess sem þingmenn og ráðherrar hverju sinni hafa haft uppi margvíslegar yfirlýsingar. Að sögn kunnugra eru ekki sjáanlegar vitrænar vísbendingar um að þessi gangur málsins eigi eftir að breytast í náinni framtíð.

 

Í ljósi þeirrar pattstöðu eru 50 milljónirnar á næsta ári og 300 milljónirnar árið 2016 einungis tölur á blaði og merkja í rauninni ekki neitt. Í greinargerð með tillögunni segir um þennan lið:

 

Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.

Fjárveiting til þessa kafla er ætluð til framkvæmda frá Þorskafirði að austan í utanverðan Gufufjörð að vestan. Að svo komnu máli er í áætlun þessari ekki tekin afstaða til leiðarvals á svæðinu, en gert er ráð fyrir að það fari fram að afloknu umhverfismati. Mismunandi leiðir sem til greina koma eru sýndar á meðfylgjandi mynd [sjá mynd nr. 1 með þessari frétt]. Staða málsins er þannig að Reykhólahreppur hefur ákveðið í aðalskipulagi að Vestfjarðavegur skuli liggja um Teigsskóg. Vegagerðin hefur lagt fram nokkrar leiðir til umhverfismats, þar á meðal leið aðalskipulagsins, en Skipulagsstofnun telur að þeirri leið hafi þegar verið hafnað. Af þessu leiðir að ákveðin pattstaða er í málinu en unnið er að lausn þess. Þegar lausnin liggur fyrir og umhverfismat hefur farið fram þarf að fara í verkhönnun og er hæpið að framkvæmdir geti hafist fyrr en í fyrsta lagi 2016.

 

Þrátt fyrir að samgönguáætlun taki til áranna 2013-2016 hafa verkefni ársins 2013 verið unnin samkvæmt áður samþykktri samgönguáætlun fyrir árin 2011-2014, að teknu tilliti til fjárlaga og fjáraukalaga þess árs. Gerð verður grein fyrir þeim verkefnum í skýrslu ráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2013.

 

Hér má lesa tillöguna ásamt greinargerð (pdf). Hún hefur einungis verið lögð fram á Alþingi en hvorki rædd né afgreidd.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30