Tenglar

22. júní 2012 |

85 ára afmælisbarn á 65 ára afmælishátíð

Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.

Kristinn Bergsveinsson í Görðum á Reykhólum, einatt kallaður Kristinn frá Gufudal, verður heiðursgestur á afmælishátíð Bjarkalundar um aðra helgi. Svo vill til, að afmælisdagar bæði Hótels Bjarkalundar og Kristins eru sami dagurinn: 29. júní. Vígsluhátíð Bjarkalundar bar upp á tvítugsafmæli Kristins.

 

Á hátíðinni ætlar Kristinn að segja frá Bjarkalundi á upphafsárunum og anda þeirra tíma í sveitum landsins og njóta þar flutnings dóttur sinnar að hluta. Búast má við svolitlu spjalli við Kristin í tilefni afmælisins/afmælanna hér á vefnum í næstu viku.

 

Hér efst á vefnum víxlast núna borðar frá Bjarkalundi, útivistardögunum Gengið um sveit í Reykhólahreppi og Sparisjóði Strandamanna. Ef borði frá Bjarkalundi kemur ekki upp í fyrstu atrennu, þá gerir hann það mjög fljótlega þegar vefurinn er endurræstur. Þegar smellt er á hann birtist dagskrá hátíðarinnar ásamt ágripi af 65 ára sögu Bjarkalundar við Berufjarðarvatn, elsta sveitahótels á Íslandi.

 

Athugasemdir

Bjarni Ólafsson, mnudagur 25 jn kl: 09:46

Ég get víst lítið sagt frá vígslu Hótels Bjarkalundar þar sem hún fór sram sléttu ári áður en ég fæddist. Þáð væri víst gaman og fróðlegt að hlusta á Kristinn og samfagna með ykkur þessum tímamótum.
Til hamingju með daginn á fimmtudag 29.06.
Bjarni frá Nesi

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30