31. janúar 2010 |
99 ára gamalt kort af Flatey á Breiðafirði
Löngu fyrir daga Landmælinga Íslands unnu danskir mælingamenn mikið starf við íslenska kortagerð, hvort heldur var á landi eða sjó. Enn eru að mestu í fullu gildi dönsku Herforingjaráðskortin, eins og þau eru kölluð, undirstaða íslenskra landmælinga. Fyrir 99 árum (árið 1911) mældu danskir mælingamenn Flatey á Breiðafirði og skráðu þar helstu kennileiti. Kortið má sjá hér á myndinni sem stækkar verulega ef smellt er á hana en kemur þó ekki í fullri stærð nema farið sé inn á vef Landmælinga Íslands.
Ljóslega er það danskur maður sem gengur frá kortinu með aðstoð heimamanna hvað örnefni og skráningu þeirra viðkemur. Orðalagið „Skóli með Þingstaður" ber þess merki svo og merkingin „3 Favne dyb" um höfnina í Hafnarey.
Myndin stækkar ef smellt er á hana en til að fá hana í fullri stærð hjá Landmælingum Íslands þannig að alla staðhætti megi glögglega sjá þarf að smella hér.