Tenglar

22. desember 2010 |

ASSA: Ágóðinn til málefna í heimabyggð

Frá afhendingunni. Nánar í meginmáli.
Frá afhendingunni. Nánar í meginmáli.
Í sumar sem leið fór Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi af stað með handverksmarkað í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi ásamt því að setja á fót nytjamarkað með bækur, föt, skó og skrautmuni. Félagið auglýsti eftir þessum vörum, sem fólk vildi losa sig við, og jafnframt að ágóðinn af sölunni myndi ganga til að styrkja góð málefni í heimabyggð. Ekki þarf að orðlengja að mikið barst af alls konar hlutum, fötum og bókum.

 

Mikið af ferðafólki og heimafólki kom á markaðinn og vel gekk að selja allar þessar vörur. Nú er salan hætt á þessu ári en félagið hyggst halda þessu áfram næsta sumar enda eftir töluvert af ýmsum vörum, og vonandi fæst meira þegar vorar. Nú hefur stjórn Handverksfélagsins Össu afhent ágóðann af sölunni til þriggja aðila og fór afhendingin fram á skrifstofu Reykhólahrepps í gær.

 

150.000 krónur voru til ráðstöfunar og var þeim skipt jafnt á milli eftirtalinna: Vinafélags Barmahlíðar til að koma upp skjólvegg við dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum, Vinafélags Grettislaugar sem er að safna fyrir buslulaug fyrir smábörn og til Bókasafns Reykhólahrepps til tölvukaupa. Fengu allir gjafabréf því til staðfestingar. Þá hefur félagið einnig afhent smábarnaföt fyrir 0-3ja ára sem söfnuðust í sumar, og til Rauða krossins í Búðardal og ætla konur í Dölum að setja það saman í svokallaða smábarnapakka og bæta þar við sokkum og vettlingum sem þær eru að prjóna.

 

Meðfylgjandi er mynd sem tekin var við afhendingu gjafanna. Talið frá vinstri: Erla Björk Jónsdóttir, gjaldkeri Handverksfélagsins Össu, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir f.h. Vinafélags Grettislaugar, Dísa Sverrisdóttir f.h. Vinafélags Barmahlíðar og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Handverksfélagsins Össu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31