25. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson
Á Reykhóladögum er þetta helst:
Sunnudagurinn;
Á sunnudaginn er Frisbígolfmót Reykhóladaga, kl. 11:30 - 13:30. Þátttakendur koma með eigin frisbídiska.
Kl. 14 - 16 er dagskrá í Króksfjarðarnesi á vegum Handverksfélagsins Össu, vöfflukaffi, Nikkólína spilar fyrir gesti, (hvaða spilarar verða núna??)
Kassabílarallýið verður með aðeins breyttu sniði, ekki er tímabraut heldur létt þrautabraut og keppendur skipta um hlutverk í miðri braut.
Hægt er að taka þátt þó keppendur hafi ekki kassabíl til umráða, það verður hægt að fá lánaðan bíl.
Skilyrði er að allir keppendur séu með hjálma.