Tenglar

27. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Á einum stað hefur gleymst ...

Þarna er einnig háreist súla úr járnbentri steinsteypu, mjókkar upp og á hana málað mannsnafn. Þarna var áður vindrafstöð og efst á þessari súlu þyrlaðist rellan fyrir vindinum og söng og hvein, nú er hún á bak og burt engu síður en presturinn og læknirinn en eftir stendur súlan eins og nál Kleópötru á torginu mikla í París en það er ekki nafn Cesars sem er málað með spreddi þarna á hrjúfa steypuna, heldur nafn ungs manns, sem aldrei hefur komið út fyrir hreppinn. Og þó eru flestir hreppsbúar á bak og burt.

 

Húsin standa auð og tóm og horfa holum gluggatóftum út í bláinn, sumstaðar bærist slitur úr gluggatjaldi og á einum stað hefur gleymst að taka smádótið úr gluggakistunni. Kannski hefur einhver ætlað sér að vitja um það seinna. Þau hallast hvert að öðru þessi hús, umkomulaus og hnípin eins og reiðingshestar sem allt í einu hefur verið sprett af og skildir eftir í reiðileysi.

 

Meira hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31