10. október 2014 | vefstjori@reykholar.is
Á heimleið af Fjórðungsþingi
Í framhaldi af myndunum sem Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli tók uppi á Sandafelli við Dýrafjörð um síðustu helgi koma hér myndir sem hann tók á leiðinni heim af Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Þingeyri. Reyndar eru þær ekki í réttri röð því að sú síðasta er fyrst - myndin af nýju brúnni yfir Mjóafjörð í Múlasveit í vesturhluta Reykhólahrepps. Nokkur snjór var kominn á Hrafnseyrarheiði og veröldin fremur grámuskuleg á Dynjandisheiðinni þó að sólin reyndi að gera sitt besta.