Tenglar

21. febrúar 2017 | Umsjón

Á skammri stundu skipast veður í lofti

Landið liggur hugsi undir feldi.
Landið liggur hugsi undir feldi.
1 af 3

Myndir nr. 1 og 2 voru teknar á Reykhólum klukkan hálftvö á sunnudag, réttum sólarhring á eftir myndum sem hér voru birtar á laugardag. Um nóttina snjóaði talsvert (a.m.k. miðað við það sem af er vetri) og má með sanni segja að landið hafi tekið stakkaskiptum (lagst undir feld) og skipt litum á stuttri stund.

 

Þarna var hætt að snjóa, eins og sjá má, en mynd nr. 3 var tekin nokkru fyrr, eða rétt í birtingu á sunnudagsmorgun.

 

Eins og núna horfir eru litlar líkur á því að þennan snjó taki upp fyrst um sinn; þvert á móti spáir yfirleitt svolitlu frosti og einhverri frekari ofankomu öðru hverju fram í næstu viku. Hvað sem síðan verður. Kannski er veturinn 2016-2017 loksins að ganga í garð, og þá er ekki átt við veturinn samkvæmt almanakinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2023 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31