Tenglar

7. janúar 2010 |

Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór

Talið er að milli 70 og 80 manns hafi verið á þrettándagleðinni og álfabrennunni á Reykhólum í gær. Fagnaður þessi fór fram í góðu veðri og var mjög skemmtilegur og heppnaðist hið besta í alla staði. Krakkanir bæði í leikskólanum og skólanum voru búnir að búa til hatta sem hæfðu tilefninu en auk þess mátti sjá ýmsar kynjaverur á sveimi áður en þær héldu aftur til hulduheima að loknum jólum. Hrefna Hugosdóttir og Róbert Freyr Ingvason voru drottning og konungur álfanna en Jón Atli Játvarðarson var kyndlameistari.
 
Eftir margvíslegan gleðskap og söng við brennuna á Skeiði var farið á Hlunnindasýninguna rétt hjá þar sem heitt kakó og fleira var til reiðu. Hið nýendurvakta leikfélag Skrugga í Reykhólahreppi stóð fyrir þessum viðburði. Ekki hefur um árabil verið þrettándagleði á Reykhólum en fróðir menn segja að svo hafi verið fyrir mörgum árum.

 

Myndirnar tók Óskar Steingrímsson. Smellið á til að stækka þær. Miklu fleiri myndir frá þrettándagleðinni er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Þrettándagleði 2010 í valmyndinni hér vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31