23. apríl 2010 |
Á varla orð til að lýsa vonbrigðum sínum
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum ekki hafa átt von á því að Dýrafjarðargöng yrðu slegin út af borðinu, eins og fram kemur í tillögu að fjögurra ára samgönguáætlun. „Ég á von á því að við eigum eftir að óska eftir skýringum. Auðvitað vitum við að það er lítið til skiptanna en maður átti ekki von á að þetta yrði alveg slegið af.“ Halldór segist ekki hafa vitað af því að þetta yrði niðurstaðan fyrr en tillagan var lögð fram á Alþingi í vikunni. Hann segist varla eiga orð til að lýsa vonbrigðum sínum.
„Þetta er rúmlega 50 ára gamall vegur sem tengir saman byggðarlög á Vestfjörðum. Það er náttúrlega með ólíkindum að við skulum enn vera í þeirri stöðu að geta ekki keyrt á milli byggðarlaga og mikil vonbrigði að vita að við þurfum að bíða þetta mikið lengur.“
María Játvarðardóttir, rijudagur 27 aprl kl: 14:01
Síðastliðið sumar ferðuðumst við hjónin um Vestfirði. Eiginmaður minn, Hugo Rasmus, vann við byggingu Mjólkárvirkjunar sumarið 1972. Þegar við komum í Arnarfjörðinn lýsti hann veginum fyrir mér og sagði: Svo er þarna kafli þar sem er röð af blindhæðum og þegar maður er búinn að keyra yfir svona 8 eða 10 blindhæðir kemur loks skilti sem varar við blindhæð framundan.
Þegar við komum að þessum kafla sagði hann að þetta væri alveg óbreytt frá 1972, allar blindhæðirnar ómerktar eins og þær voru og gamla skiltið á sínum stað. Við stoppuðum tvo daga á Patreksfirði og tvo daga vorum við á svæðinu frá Þingeyri til Ísafjarðar. Hittum marga gamla kunningja og spjölluðum mikið við fólk. Þarna upplifði ég mjög sterkt hve það eru lítil tengsl milli þessarra hluta Vestfjarða. Til dæmis var haldið frjálsíþróttamót á B'íldudal en ekkert á norðurfjörðunum og ekki vissi unga fólkið á Þingeyri og Suðureyri af fyrirhugðu frjálsíþróttamóti. Í minúm huga eru Vestfirðir algerlega klipptir í sundur af Hrafnseyrarheiðinni, þessum mikla farartálma milli norður og suðurfjarðanna, fólkið þekkist ekki og samskiptin eru lítil sem engin. Sorglegt. Þegar Dýrafjarðargöngin koma, hvenær sem það verður þá mun þetta breytast.
Með gamalli Vestfirðingakveðju,
María Játvarðardóttir