Tenglar

5. september 2018 | Sveinn Ragnarsson

Ábending frá Maríu Maack

Um helgina 15. sept er alþjóðlegur hreinsunardagur fyrir ruslatínslu. Það er stuttur tími til stefnu til að gera þá helgi að skemmtilegri uppákomu með almennri þátttöku.

En ef við getum sýnt lit þá væri afar áhugavert og þakkarvert að sjá hvað berst til byggða af rusli, ef smalamenn og þeir sem fara á móti safninu beygja sig eftir því rusli sem verður á vegi þeirra.

Er það ekki einkum plastflöskur, pokar og dósir sem fjúka á víðavangi?

Ég vil hér með biðja alla sem vettlingi geta valdið á næstunni að safna í poka og taka  með sér heim til förgunar, hvar sem þeir verða á gangi. Sjáum svo til með vorinu hvort við getum ekki gert betur á umhverfisdeginum okkar.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31