Tenglar

9. febrúar 2012 |

Ábendingar varðandi Reykhóladaga 2012 óskast

Frá Reykhóladögum 2011.
Frá Reykhóladögum 2011.

Ákveðið hefur verið að Reykhóladagarnir 2012 verði 26.-29. júlí eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag eins og á síðasta ári. Þá voru þeir helgina eftir verslunarmannahelgi en núna verða þeir helgina á undan henni. Ástæðan fyrir þessari breytingu eru athugasemdir eftir hátíðina í fyrra um að of mikið hefði verið um að vera á sama tíma og sérstaklega fyrir börnin. Á helsta umsvifadeginum var bátsferð vegna messu í Flatey og síðan var Ólafsdalshátíðin við Gilsfjörð síðasta daginn. Ákveðið var að færa þessa héraðshátíð fram en ekki aftur vegna þess að þá líður að skólabyrjun.

 

„Það er mikilvægt að hlusta á allar athugasemdir og ábendingar varðandi Reykhóladagana“, segir Harpa Eiríksdóttir, sem ber hitann og þungann af skipulagi þeirra núna í ár eins og í fyrra. „Ég hvet fólk til að láta mig vita hvað þótti takast vel síðast og hvað miður því að alltaf viljum við gera betur.“

 

Undirbúningur Reykhóladaga 2012 er þegar hafinn og Hörpu til fulltingis í undirbúningsnefnd verða Lóa á Kambi, Fanney Sif Torfadóttir og Inga Birna sveitarstjóri. Lögð verður sérstök áhersla á að reyna að sjá til þess að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

 

Fyrsti fundur hjá nefndinni verður á þriðjudag og allar tillögur um viðburði á Reykhóladögum í sumar vel þegnar. Hægt er að hafa samband við Hörpu í síma 894 1011 eða senda póst.

 

„Reykhóladagar eru dagarnir okkar. Því fleiri sem taka þátt í að gera þá eins flotta og mögulegt er, þeim mun skemmtilegri verða þeir“, segir hún.

 

Athugasemdir

Ingvar Samuelsson, sunnudagur 12 febrar kl: 11:53

Góðan dag. Ég hef engan heirt tala um slæma tímasetningu viku eftir verslunarmannahelgi. Skóli birjar ekki fyrr en eftir tuttugasta águst slæmt að vera að rokka með tímasetningu á hvurju ári. Er ekki heiskapur síðustu helgina í júlí og eitthvað annað fullt að gera í skemmtunum.Það þarf að nota Hvanngarðabrekkuna meira þar sem er hægt að sitja, eða nýja fótboltavöllinn. Mjög gott framtak að hafa Sjávarsmiðjuna og skemmuna hjá Tuma. Væri æskilegt að hægt væri að sjá hvar allir þessir traktorar fá nýja lífdaga, Með að væri hægt að skoða verkstæðið á Grund og Seljanesi. Þarf að vera meira smakk og filgja dagskrá á Upplísingarmiðstöð kort af svæðinu þar sem allt er mert inná.Veislustjóri mátti ekki vera að því að sinna því sem hann var fenginn tilað gera, því hann þurfti að flíta sér á Ólafsfjörð. Lítið fyrir mikinn pening. Hljómsveitin ömuleg takmörk hvað er hægt að bjóða fólki uppá. Og mjög gott að hafa aldurstakmark á kvöldskemmtunina. Kveðja til konanna í undirbúningsnefnd Reykhóladaganna. Ingvar Samúelsson

Magnús Þorgeirsson, sunnudagur 12 febrar kl: 13:22

Ég er alveg sammála með tímasetninguna og alveg snild að hafa hátíðina fyrir verslunamannahelgina. En enn og aftur finnst mér þetta eiga að vera fjölskylduhátíð og allir jafnir til borðs ungir sem aldnir þannig að við sem sækjum sveitina heim getum sótt hana að fullu , en ég er alveg sammála um aldurstakmark á næturskemtuna. Ég held að það væri snild að nota Hvanngarðsbrekkuna meir enda gott skjól undan norðaustan áttinni. Einnig mætti tjalda þar líka næst Sjávarmiðstöðinni eða gera þar tjaldaðstöðu. Með veislustjórann, já hann má ekkert vera að þessu þótt findin sé en ég mæli með manni sem er kallaður Óli Sæm og á ættir að rekja þarna fyrir vestann en hann er alveg fær í svona og myndi standa sig með príði. Kveðja Magnús

Björk Stefánsdóttir, fimmtudagur 16 febrar kl: 19:38

Er mjög sátt með tímasetninguna á dögunum í ár;-)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31