Tenglar

14. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Act Alone - gjöfin lifir græðgina

Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir (Logi og Billa).
Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir (Logi og Billa).

Árið 2004 var árið sem íslenska efnahagsundrið náði sér fyrir alvöru á strik. Í viðskiptabönkunum höfðu búið um sig, sem eigendur og stjórnendur, afbragð annarra manna að þekkingu og skilningi á flóknu gangverki markaðshagkerfisins. Þeim hafði tekist að gera græðgina að musteri dyggðanna og leiðarljósi nútíma Íslendingsins; þar sem var gróðavon var líf og framtíð, en annars staðar gapti við gröfin köld. Á bjargföstum grunni þessa nýja testamentis synjaði Landsbankinn, á þessum uppgangstíma, erindum frá útkjálkafólki á Vestfjörðum.

 

Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. þingmaður Vestfirðinga og fyrrum stjórnarformaður Byggðastofnunar, í upphafi pistils sem hann sendi vefnum til birtingar með ofanritaðri fyrirsögn. Þar fjallar hann um leiklistarhátíðina vestfirsku, Act Alone, sem núna var haldin tíunda árið í röð. Einnig segir hann: 

  • Ekki kom til greina að fjármagna uppsetningu á kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal af því að engin framtíð væri í Arnarfirði og engin verðmæti í fasteignum þar. [...] Íbúðakaupendur á Þingeyri fengu ekki lán til íbúðakaupa í Landsbankanum, með sömu rökum og gefin voru á Bíldudal. Það lá fyrir, að mati sérfræðinganna í Landsbankanum, að staðurinn ætti sér enga framtíð. Þingeyri væri búin að vera og þýðingarlaust að taka veð í verðlausum fasteignum þorpsins.
  • Þetta sama ár, 2004, réðust hjón, búsett á Ísafirði, í það þrekvirki að setja af stað leiklistarhátíð, Act Alone. Tilgangurinn var að að bæta samfélagið og gera það með framlagi listamanna ánægjulegra til búsetu og dvalar. [...]
  • Enn er byggð á Bíldudal og Þingeyri, en Landsbankinn er löngu genginn fyrir ætternisstapann. Gjöfin gefur en græðgin eyðir. Gjöfin lifir græðgina. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að ísfirsku frumkvöðlahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir eru frá Bíldudal og Þingeyri.

 

Pistil Kristins í heild má lesa hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31