Tenglar

8. september 2015 |

Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál

Vanda Sigurgeirsdóttir í búningi Breiðabliks fyrir allmörgum árum. Fótbolti.net / Andri Fannar.
Vanda Sigurgeirsdóttir í búningi Breiðabliks fyrir allmörgum árum. Fótbolti.net / Andri Fannar.

Vanda Sigurgeirsdóttir flytur fyrirlestur um einelti, jafningjahópinn, félagsfærni og vináttuþjálfun í matsal Reykhólaskóla kl. 17.30 á morgun, miðvikudag. Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur og reyndar allir sem láta sig málefnið varða eru hvattir til að koma og hlusta. Vanda verður einnig með fyrirlestur fyrir nemendur og starfsmenn Reykhólaskóla. „Munum að það tekur heilt samfélag að ala upp barn,“ segir í tilkynningu frá Ástu Sjöfn skólastjóra.

 

Vanda Sigurgeirsdóttir er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari hjá Þrótti í Reykjavík. Hún hefur um áratugaskeið rætt við börn og fullorðna um einelti, gert rannsóknir, skrifað greinar og bókarkafla. Að berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31