Tenglar

16. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Að gleðjast saman yfir vorkomunni

Nótnahefti með 29 lögum Jóns frá Ljárskógum (1914-1945).
Nótnahefti með 29 lögum Jóns frá Ljárskógum (1914-1945).

Nú er bjart um norðurslóð, nú er létt um spor. Lóan syngur ástaróð, enn er komið vor. - Svona hefst eitt laganna sem Breiðfirðingakórinn æfir þessa dagana og gefur tóninn um hvað framundan er, þ.e. íslenska vorið. Skemmtilegur tími þar sem líf til sjávar og sveita lifnar við og gleðin skín frá hverju hjarta. Þannig er það líka hjá okkur í kórnum á hverju miðvikudagskvöldi, bros á hverju andliti og tilhlökkun að takast á við verkefni kvöldsins. Við erum með metnaðarfulla dagskrá og syngjum lög allt frá Verdi til heimaskáldsins okkar, Jóns frá Ljárskógum, en hann hefði einmitt orðið 100 ára í ár.

 

Þannig hefst skemmtilegur pistill Halldóru K. Guðjónsdóttur um Breiðfirðingakórinn í nýjasta Fréttabréfi Breiðfirðingafélagsins. Og áfram:

 

Ég segi einnig með stolti að lag við eitt ljóðanna hans Jóns samdi einn af kórfélögum okkar, þ.e. hún Hulda J. Óskarsdóttir, fallegt lag við fallegt ljóð sem fær hugann til að reika vestur í Dali. Það má því öllum ljóst vera að vortónleikarnir lofa góðu og vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta, gleðjast yfir vorkomunni með okkur og styrkja kórstarfið, því fátt er skemmtilegra en að syngja fyrir fullu húsi.

 

Hér má lesa allan pistil Halldóru

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29