Tenglar

7. október 2015 |

Aðalfundarboð og byggðaþing

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn núna á laugardag, 10. október, í húsnæði Skjálftasetursins á Kópaskeri (skólahúsinu) og hefst kl. 13.30. Byggðaþing verður haldið á sama stað kl. 10-12. Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

 

Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðarmálum.

 

Ef einhverjir utan stjórnar hafa áhuga á að komast í aðalstjórn eða varastjórn samtakanna er því tekið fagnandi. Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu og sum þeirra komin af stað, segir í tilkynningu frá stjórn LBL.

 

Vinsamlegast hafðu samband við Sigríði Svavarsdóttur gjaldkera ef þig langar að ganga til liðs með okkur, segir þar einnig. Þeim sem hafa hug á að nýta ferð með stjórnarmönnum er bent á að hafa samband við Siggu Svavars í netföngunum landlif@landlif.is eða melateigur@gmail.com eða í síma 772 9632.

 

Allir eru velkomnir, bæði á byggðaþingið og aðalfundinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31