Tenglar

27. apríl 2010 |

Aðalfundur: Assa óskar eftir nýjum félögum

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi heldur aðalfund sinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi í kvöld, þriðjudag, og hefst hann kl. 20.30. Á eftir ætla þeir aðilar sem hyggjast vera með starfsemi í húsinu í sumar að bera saman bækur sínar. Stjórn Össu vekur athygli allra sem áhuga hafa á handverki og smáiðnaði á því að mikil þörf er á að efla félagið með nýju félagsfólki. Hún skorar því á sveitunga að ganga til liðs við félagið og vinna saman að ná fram markmiðum þess, sem eru að veita þeim sem vinna að handverki eða annars konar smáiðnaði tækifæri til að þróa og selja framleiðslu sína. Nýir félagar eru velkomnir á aðalfundinn.

 

Assa er fámennt félag en hinir fáu virku félagar starfa hins vegar af krafti. Handverkið er einkum ullarvörur af ýmsu tagi, trémunir bæði útskornir og renndir, ýmsar glervörur, skartgripir, dúkkuföt og fleira og ekki alls fyrir löngu bættust leðurvörur við. Helstu viðskiptavinir eru ferðafólk sem leggur leið sína um Reykhólahrepp.

 

Formaður Handverkfélagsins Össu er Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal, ritari Guðlaug Guðmundsdóttir á Tindum og gjaldkeri Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu.

 

Fámennið háir starfseminni vissulega. Félagsmenn eru nú 20. Þar af eru 9 sem greiða félagsgjald og af þeim eru 3 ekki búsettir á svæðinu. Þeir sem eru 67 ára og eldri greiða ekki félagsgjald.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30