24. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson
Aðalfundur Búnaðarfélagsins verður 27. mars
Aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps verður haldinn á bókasafni Reykhólaskóla mánudaginn 27. mars og hefst kl. 13
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á aðalfund Búnaðarsambands Vestfjarða sem haldinn verður á Reykhólum laugardaginn 8. apríl.
3. Önnur mál.
Gestur fundarins verður auglýstur þegar nær dregur á vef Reykhólahrepps.
Hvetjum alla til að mæta og taka þátt í fundi.
Stjórnin.