Tenglar

24. mars 2011 |

Aðalfundur Ferðamálasamtakanna verður á Bíldudal

Skrímslasetrið á Bíldudal.
Skrímslasetrið á Bíldudal.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða (FMSV) verður laugardaginn 2. apríl í Skrímslasetrinu á Bíldudal og hefst klukkan níu um morguninn. Dagskrá vegna fundarins hefst að venju kvöldið áður. Þá verða umræður um vinnuna sem framundan er í verkefnum samkvæmt stefnumótun samtakanna og hefjast þær kl. 20. Eftir aðalfundinn sjálfan verður kynning á Vatnavinaverkefninu sem hefst kl. 11 á laugardagsmorgun. Eftir hádegi munu ferðaþjónar á sunnanverðum Vestfjörðum kynna þá þjónustu sem þar er í boði. Farið verður í stutta kynnisferð seinnipart laugardags og síðan endað með hátíðarkvöldverði á veitingahúsinu Vegamótum á Bíldudal.

 

Sigurður Atlason á Hólmavík, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, hvetur ferðaþjóna um allan fjórðunginn til að taka helgina frá og taka þátt í skemmtilegri vinnu með öðrum ferðaþjónum áður en sumarvertíðin hefst af fullum krafti.

 

Verið er að senda út greiðsluseðla fyrir félagsgjöldum FMSV. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur til stjórnar um aðild og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald að vera greitt. Hægt er að sækja um aðild á heimasíðu FMSV með því að smella hér.

 

Dagskrána í heild er að finna hér (pdf). Þar koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem varðandi skráningu, gistingu og annað.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31