Tenglar

20. júní 2019 | Sveinn Ragnarsson

Aðalskipulagsbreyting vegna Vestfjarðavegar (60)

1 af 2

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, vegna legu Vestfjarðavegar frá Bjarkarlundi að Skálanesi.


Sveitarstjórn Reykhólahrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 – 2018, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Breytingin snýr að því að gerðar eru breytingar á veglínu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Nýja veglínan fylgir fyrri línu í megindráttum en víða á leiðinni eru nokkur frávik. Þá felur breytingin í sér að nýjar námur, vegna vegagerðar, eru færðar inn á skipulag og fullfrágengnar námur sem hætt er að nota eru felldar út.


Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu eru aðgengilegar hér:

Skipulagstillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins, Maríutröð 5a Reykhólum, 380 Reykhólahreppi og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b Reykjavík.


Ábendingar og athugasemdir við aðalskipulagstillögu skal senda til sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar „Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps“ á Sveitarfélagið Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Reykhólum, 380 Reykhólahreppi.

Þau sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til sunnudagsins 25. ágúst 2019.


Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30