Tenglar

25. nóvember 2020 | Sveinn Ragnarsson

Aðalskipulagsbreyting vegna vindorkugarðs

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006-2018

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 19. nóvember sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 vegna vindorkugarðs í landi Garpsdals í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Aðalskipulagsbreytingin felst í því að allt að 4,37 km2 landbúnaðarland er breytt í skilgreint iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar.

 

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð verða til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Reykhólahrepps á Reykhólum og hjá Skipulagsstofnun, frá miðvikudeginum 25. nóvember til miðvikudagsins 20. janúar 2021. Skipulagsgögnin eru einnig á vefsíðu Reykhólahrepps www.reykholar.is.

 

Athugasemdafrestur vegna ofangreindrar tillögu er til 20. janúar 2021 og skal athugasemdum vinsamlegast skilað til skrifstofu Reykhólahrepps í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð á Reykhólum eða með tölvupósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt Garpsdalur-Breyting á Aðalskipulagi.

 

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Greinargerð og umhverfisskýrsla eru hér

og uppdráttur hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30