Tenglar

1. febrúar 2013 |

Aðeins meira um gömlu Reykhólamyndirnar

Fjölskyldan í Maryland: Paul Eric, Örn Elíasson, Nadja og Anne-Laure.
Fjölskyldan í Maryland: Paul Eric, Örn Elíasson, Nadja og Anne-Laure.

Varðandi gömlu Reykhólamyndirnar sem Örn Elíasson frá Reykhólum, læknir vestanhafs, sendi vefnum (næsta frétt hér á undan) skal hér getið um þrennt. Umsjónarmanninum hafa borist upplýsingar um suma af leikendunum við Braggann, í öðru lagi var ein myndanna spegilvent og í þriðja lagi liggur fyrir hvenær forsetahjónin komu á Reykhóla.

 

En - betur má ef duga skal varðandi allt fólkið í leikbúningum við Braggann! Von er á einhverjum frekari upplýsingum og verða þær birtar hér vonandi innan tíðar. Látið frá ykkur heyra!

 

Hjalli á Grund (Unnsteinn Hjálmar Ólafsson), mikill fróðleiksmaður og áhugamaður um fyrri tíð, benti á, að mynd nr. 26 væri spegilvent. Henni hefur nú verið snúið til betri vegar á myndavefnum.

 

Í blöðum á þeim tíma (Morgunblaðinu, Þjóðviljanum og Tímanum) er sagt frá ferð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands og Dóru Þórhallsdóttur eiginkonu hans um Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu í júlímánuði 1957. Fram kemur, að þau komu m.a á Reykhóla og gistu í Bjarkalundi aðfaranótt sunnudagsins 20. júlí.

 

Hér skal á ný áréttað það sem fram kemur í téðri frétt varðandi óskir um upplýsingar varðandi myndirnar og það sem þeim viðkemur.

 

Við má bæta, að Ari Kristinsson, sýslumaður Barðstrendinga, sem líta getur á einni myndanna (á Reykhólum), var faðir m.a. Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Ari sýslumaður varð ekki langlífur, andaðist aðeins liðlega fertugur. Fimmti f.v. á myndinni er þingmaðurinn Sigurvin Einarsson, f. á Rauðasandi við norðanverðan Breiðafjörð 1899.

 

Endilega farið inn á myndasíðuna og skoðið gömlu myndirnar! Og hjálpið til varðandi upplýsingar.

 

Og - vinsamlegast deilið og „lækið“ ef þið hafið áhuga á fyrri tíð!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31