Tenglar

27. janúar 2016 |

„Aðför að dreifðum byggðum“

Íslandspóstur hf. ætlar að fækka dreifingardögum í dreifbýli í annan hvern dag og fækka landpóstum og er sú ákvörðun byggð á heimild í nýrri reglugerð innanríkisráðuneytisins. Ég tók þessi mál upp í fyrirspurnatíma Alþingis, þar sem innanríkisráðherra var til svara, og lýsti því yfir að mér þætti þetta vera aðför að dreifðum byggðum.

 

Ráðherra taldi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum breytingum, þjónustan yrði til staðar áfram, gegn gjaldi „nota bene“, og þjónustukönnun sýndi að ekki væri almenn andstaða við sveigjanleika í dreifingu póstsins og póstsamskipti hefðu færst mikið yfir á netið.

 

Ég vil benda á, að aukin þjónusta og verslun á netinu nær ekki til allra dreifðra byggða og enn er langt í land að tryggð sé háhraðanettenging til allra landsmanna.

 

Þannig hefst grein sem Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður, oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sendi Reykhólavefnum til birtingar. Undir lokin segir hún:

 

Íslandspóstur hf. talar um að póstinum verði að lágmarki dreift annan hvern dag og að í dreifbýli verði boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem óskað verður eftir. Sem sagt, enn einn landsbyggðarskatturinn á ferðinni, þar sem þjónustan verður verðlögð sérstaklega umfram dreifingu annan hvern dag.

 

Og ennfremur:

 

Ég hef sagt, að ef sú ákvörðun verður tekin af yfirvöldum að það sé ekki þörf fyrir dreifingu á pósti nema annan hvern dag, þá hljóti það að gilda jafnt um alla landsmenn.

 

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Sjá einnig:

Póstdreifingardögum fækkar um helming, Guðbirni pósti sagt upp

 

Athugasemdir

Dalli, mivikudagur 27 janar kl: 16:25

Öllum er sama um rukkanir og reikninga. Það kemur nógu snemma. Það getur verið dýrt að bíða eftir lyfjum og varahlutum. Ekki komnir þrívíddarprentarar á Reykhóla ennþá.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31