Tenglar

19. október 2022 | Sveinn Ragnarsson

Aðrennslispípan í Galtarvirkjun komin niður

Inntakið
Inntakið
1 af 11

 Á föstudag í síðustu viku var sett niður síðasta rörið í aðrennslispípu Galtarvirkjunar í Garpsdal. Þá má segja að búnaður virkjunarinnar sé kominn að mestu leyti. Inntaksmannvirki var byggt í fyrrasumar, skurðurinn fyrir pípuna var grafinn þá en ekki var hægt að klára hann fyrir veturinn.

 

Pípan liggur gegnum Garpsdalsmelinn og niður að sjó við Múlaá þar sem stöðvarhúsið er. Það var byggt í vor og sett niður vélasamtæða og tengibúnaður við raflínu í sumar.

 

Nokkuð mikið efni þurfti að færa til við skurðgröftinn því skurðurinn er 10 – 15 m. breiður og 12 m. djúpur þar sem hann er dýpstur.   

 

Hér er frétt frá 22. júní í fyrra, þegar steypuvinna við inntaksbúnað hófst.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31