Tenglar

12. júlí 2011 |

Aðsóknin í veitingar á Reykhólum mætti vera meiri

Ingibjörg Smáradóttir og Árni Sigurpálsson hótelstjóri við anddyri Reykhólaskóla.
Ingibjörg Smáradóttir og Árni Sigurpálsson hótelstjóri við anddyri Reykhólaskóla.
1 af 2

Ingibjörg Smáradóttir frá Borg í Reykhólasveit annast í sumar veitingasölu í Reykhólaskóla á vegum Bjarkalundar. Einkum eru það hamborgarar og samlokur fyrir utan kaffi og bakkelsi og fleira. Opnað er fyrir hádegi og opið er eitthvað fram á kvöld eftir traffíkinni, sem er nokkuð misjöfn. Þriðja ættarmótið sem haldið er í Reykhólaskóla og á húsbílasvæðinu þar hjá á þessu sumri var um síðustu helgi, en ættarmótin þar eru núna í höndum Bjarkalundar í fyrsta sinn. Árni Sigurpálsson hótelstjóri lætur annars alls ekki vel af gestakomum í veitingarnar á Reykhólum það sem af er sumri þó að Bátadagarnir hafi verið nokkur undantekning.

 

Árni segir jafnframt að heimafólk nýti sér sáralítið að koma og fá sér sveittan hamborgara eða kaffisopa og með því eða eitthvað annað, að minnsta kosti enn sem komið er. „Þetta er tilraun að hafa opið hérna og ég vona að fólk hér fari eitthvað að taka við sér úr því að búið er að ráðast í þetta og þann kostnað sem því fylgir. Að minnsta kosti hefur maður nógu oft heyrt gegnum árin að svona hafi vantað á Reykhólum.“ Árni hvetur heimafólk til að líta inn í veitingasalinn í Reykhólaskóla til Ingibjargar Smáradóttur og taka með sér gesti sína.

 

10.07.2011  Net riðið á ættarmóti Skáleyinga á Reykhólum

01.07.2011  Veitingarekstur að hefjast í Reykhólaskóla

 

Athugasemdir

Hanna Lára, rijudagur 12 jl kl: 16:26

Ég fór og fékk mér samloku á opnunardaginn og hún var mjög góð og þjónustan líka :) takk fyrir mig. Er rosalega ánægð með þetta og vonandi heldur þetta áfram. :)

Kv Hanna Lára

Harpa Eiríksdóttir, rijudagur 12 jl kl: 17:34

Skellti mér þangað um daginn og frábær þjónusta... góður matur... mæli með þessu

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30