Tenglar

27. maí 2008 |

Aðstaða sköpuð fyrir flotbryggjur í Staðarhöfn

Brynjólfur Smárason verktaki frá Borg í Reykhólasveit (Verklok ehf.) lauk fyrir nokkru við að dýpka og rýmka höfnina á Stað á Reykjanesi og skapa þar pláss fyrir flotbryggjur. Verkið tók um þrjár vikur og var upp á fjórar og hálfa milljón króna. Fyrir utan allt það grjót sem mokað var upp voru fleygaðir og sprengdir nokkur hundruð rúmmetrar af klöpp. Flotbryggjurnar verða settar niður á næstu dögum. Þær munu ekki síst gerbreyta aðstöðunni fyrir Eyjasiglingu (Björn Samúelsson) sem siglir úr Staðarhöfn út í Breiðafjarðareyjar yfir sumartímann. Myndirnar tók Óskar Steingrímsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30